Lífið

Ég er svona nett ofvirk

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir sigraði í söngkeppni Verzlinga nýverið. Hún fer með hlutverk í söngleiknum Draumnum ásamt því að vera í Listafélagi Verzlunarskólans. fréttablaðið/Anton
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir sigraði í söngkeppni Verzlinga nýverið. Hún fer með hlutverk í söngleiknum Draumnum ásamt því að vera í Listafélagi Verzlunarskólans. fréttablaðið/Anton
„Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir sem vann Vælið, söngkeppni Verzlunarskólans, á föstudaginn með laginu „Miss Celie’s Blues“.

Þórdís Björk, sem er á lokaárinu sínu í Verzló, fer með hlutverk í söngleiknum Draumurinn sem nemendamótsnefnd Verzlunarskólans setur upp og verður frumsýndur 3. febrúar. „Tónlist og söngur eru mín aðal áhugamál,“ segir Þórdís, en hún lætur sér ekki nægja að taka þátt í söngkeppnum og söngleikjum, heldur er hún líka í Listafélagi Verzlunarskólans sem frumsýnir verkið „Blúndur og blásýra“ næstkomandi föstudag.

„Mér finnst best að hafa mikið að gera, ég er svona nett ofvirk. Í byrjun skólaársins lofaði ég sjálfri mér að einbeita mér nú í eitt skipti fyrir öll að náminu, en það breyttist eitthvað aðeins,“ segir Þórdís.- ka





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.