Ákært um eða eftir áramót 2. nóvember 2010 06:45 Sigríður Friðjónsdóttir Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að landsdómur komi saman vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrr en í kringum áramót. Undirbúningur er nú í gangi, bæði hjá saksóknara Alþingis og á skrifstofum Hæstaréttar. Ólíklegt er að dómurinn muni koma saman fyrr en þegar saksóknari leggur ákæruna fram til þingfestingar fyrir dómnum. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, býst ekki við að það verði fyrr en á nýju ári. „Það er lítið að frétta og verður lítið þangað til undir áramót, býst ég við,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Sigríður er nú í óða önn að undirbúa vinnu næstu mánaða og var stödd í húsgagnaverslun að velja sér stól fyrir nýju skrifstofuna þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Skrifstofan er í sama húsi og embætti Sérstaks saksóknara við Skúlagötu – þó í öðru, aðskildu rými. „Ég er óþolinmóð að fara að vinna að þessu á fullu og vera ekki að vafstra bara í praktískum málum, en það þarf víst að gera það líka,“ segir Sigríður. Henni hafi þó þegar gefist færi á að glugga í gögn tengd málinu. Sigríði til halds og trausts verður Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari Alþingis. Hún gerir ráð fyrir að þau verði tvö til að byrja með. „En svo reikna ég með því að fá einn til tvo starfsmenn síðar meir, hugsanlega einn lögfræðing til viðbótar og skrifstofumann.“ Enn á eftir að ákveða hvar réttað verður yfir Geir, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Þjóðmenningarhúsið helst verið til skoðunar. Þorsteinn vill ekkert segja um málið að svo stöddu, né hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla. Réttarhöldin verða einstök í sögu landsins og varða almenning miklu. Því vaknar sú spurning hvort reynt verði með einhverjum hætti að tryggja aukið aðgengi fólks að því sem fram fer í réttarsalnum. „Það hefur verið rætt óformlega en engar ákvarðanir verið teknar,“ segir Þorsteinn. Sigríður segir það dómsins að ákveða en bendir á að um réttarhöldin gildi almennar reglur um meðferð sakamála. „Þetta er þinghald, ekki sýning. Það komast margir fyrir inni í Þjóðmenningarhúsinu og það má gera ráð fyrir að fjölmiðlar flytji af þessu fréttir,“ segir hún. Ólíklegt sé að sýnt verði frá þinghaldinu í beinni útsendingu. stigur@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira