Innlent

Samstarf um 100 ný störf

Barbara Stanzeit, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnarsson við undirritun samningsins.
 Mynd/Brynjólfur Jónsson
Barbara Stanzeit, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnarsson við undirritun samningsins. Mynd/Brynjólfur Jónsson
Skapa á ný störf fyrir 100 ungmenni í Garðabæ í sumar. Samningur um atvinnuátakið var undirritaður af hálfu bæjarstjórnar Garðabæjar og Skógræktarfélags Garðabæjar á þriðjudag. Samningurinn felur í sér að koma á fót ýmiss konar ræktunar- og umhirðuverkefnum næstu tvo mánuði fyrir atvinnulaust ungt fólk í bænum.

Samningurinn er hluti af sameiginlegu verkefni sem Skógræktarfélag Íslands í samvinnu við samgönguráðuneytið hóf á síðasta ári og var hugsað sem verkefni til þriggja ára. - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×