Lífið

Með ferna jólatónleika

Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í desember.
Árlegir jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í desember.
Sigga Beinteins heldur í desember sína árlegu jólatónleika í nokkrum kirkjum landsins. Á tónleikunum syngur Sigga falleg jólalög í bland við lög af plötum sínum. Að þessu sinni koma fram með Siggu góðir gestir og kórar.

Þar má nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, Diddú, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Karlakórinn Heimi. Tónleikarnir verða fernir og verða þeir haldnir í Sauðárkrókskirkju 1. desember, Keflavíkurkirkju 2. desember, Digraneskirkju 9. desember og Grafarvogskirkju 10. desember. Nánari upplýsingar má sjá á síðunni Siggabeinteins.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.