Íslenski boltinn

Sjö leikmenn missa af tólftu umferðinni vegna leikbanns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Krisjánsson verður fjarri góðu gamni í toppslagnum á móti Keflavík á morgun.
Guðmundur Krisjánsson verður fjarri góðu gamni í toppslagnum á móti Keflavík á morgun. Mynd/Stefán
Sjö leikmenn úr Pepsi-deild karla fá ekki að spila með liðum sínum um helgina þegar 12. umferðin fer fram. Umferðin hefst með leik ÍBV og Fram í Eyjum klukkan 14.00 í dag en líkur með leik Grindavíkur og Stjörnunnar á mánudagskvöldið.

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, verður ekki með sínum mönnum á móti Fram í dag en Framarar endurheimta hinsvegar fyrirliðann Kristján Hauksson úr leikbanni sem og Jón Guðna Fjóluson kemur til baka eftir tveggja leikja bann.

Blikinn Guðmundur Kristjánsson verður ekki með sínum mönnum á móti Keflavík á morgun og Keflvíkingar verða jafnframt án Guðjóns Árna Antoníussonar í þeim leik.

Hilmar Geir Eiðsson verður ekki með Haukum á móti KR á morgun en KR-ingar leika þá án Mark Rutgers.

Stjörnumennirnir Dennis Danry og Steinþór Freyr Þorsteinsson verða síðan í banni þegar liðið heimsækir Grindvíkinga í lokaleik umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×