Enski boltinn

Sven-Göran: David á skilið alla þá virðingu sem hægt er að sýna honum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
David!
David! GettyImages
Það kemur fáum á óvart að Sven Göran Eriksson skuli verja David Beckham. Sænski stjórinn er afskaplega hrifinn af miðjumanninum og segir að hann hafi enn mikið að bjóða enska landsliðinu.

Fabio Capello er að yngja upp í landsliðinu og segir að Beckham muni ekki spila keppnisleik fyrir liðið aftur.

Eriksson er ekki hrifinn af því. "David á skilið alla þá virðingu sem hægt er að gefa honum," sagði stjórinn um hinn 35 ára gamla Beckham.

"Þegar hann er í standi er hann virkilega góður leikmaður," sagði Eriksson sem vonar að Capello sjái að sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×