Ráðherra vill innra eftirlit og rýmri heimildir lögreglu 16. ágúst 2010 06:00 Ragna Árnadóttir. Lögreglumál Lögreglan mun fá heimildir til að rannsaka einstaklinga án þess að grunur leiki á að þeir hafi framið eða ætli að fremja ákveðið brot nái fyrirætlanir Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannréttindamálaráðherra, fram að ganga. Ragna ætlar að fela réttarfarsnefnd að undirbúa tillögur um slíkar forvirkar rannsóknaraðferðir fyrir lögreglu, en hún viðurkennir að slíkar heimildir séu umdeildar. „Sjálf hef ég til þessa verið mikil efasemdamanneskja og talið að það ætti fremur að halda að sér höndum í þessum efnum heldur en hitt," segir Ragna í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. „En eftir að hafa fengið ákveðnar greiningar, upplýsingar og gögn, meðal annars um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, tel ég mér ekki stætt á öðru en að bregðast við," segir Ragna. Hún segir að slíkum forvirkum rannsóknarheimildum verði að fylgja skýrt eftirlit. Hún sér fyrir sér að það verði í höndum þingnefndar eða sérstakrar deildar innan dómstóls, eða mögulega hvort tveggja. Ragna segist jafnframt vera að skoða hvort ekki þurfi að koma á formlegu innra eftirliti hjá lögreglu. Í dag metur ríkissaksóknari hvort lögregla hafi misbeitt valdi sínu, og sérstakt eftirlit er innan lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Ég tel að það verði að ganga mun lengra í þessum efnum, þannnig að við höfum óháða einingu sem getur metið ýmis mál af þessum toga hjá lögreglu á landsvísu," segir Ragna. „Það myndi vera liður í því eftirliti sem komið yrði á fót samhliða eftirliti á forvirkum rannsóknarheimildum, trúverðugt og virkt kerfi sem fylgdist með því að þessar heimildir yrðu ekki misnotaðar." Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lögreglumál Lögreglan mun fá heimildir til að rannsaka einstaklinga án þess að grunur leiki á að þeir hafi framið eða ætli að fremja ákveðið brot nái fyrirætlanir Rögnu Árnadóttur, dóms- og mannréttindamálaráðherra, fram að ganga. Ragna ætlar að fela réttarfarsnefnd að undirbúa tillögur um slíkar forvirkar rannsóknaraðferðir fyrir lögreglu, en hún viðurkennir að slíkar heimildir séu umdeildar. „Sjálf hef ég til þessa verið mikil efasemdamanneskja og talið að það ætti fremur að halda að sér höndum í þessum efnum heldur en hitt," segir Ragna í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. „En eftir að hafa fengið ákveðnar greiningar, upplýsingar og gögn, meðal annars um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, tel ég mér ekki stætt á öðru en að bregðast við," segir Ragna. Hún segir að slíkum forvirkum rannsóknarheimildum verði að fylgja skýrt eftirlit. Hún sér fyrir sér að það verði í höndum þingnefndar eða sérstakrar deildar innan dómstóls, eða mögulega hvort tveggja. Ragna segist jafnframt vera að skoða hvort ekki þurfi að koma á formlegu innra eftirliti hjá lögreglu. Í dag metur ríkissaksóknari hvort lögregla hafi misbeitt valdi sínu, og sérstakt eftirlit er innan lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Ég tel að það verði að ganga mun lengra í þessum efnum, þannnig að við höfum óháða einingu sem getur metið ýmis mál af þessum toga hjá lögreglu á landsvísu," segir Ragna. „Það myndi vera liður í því eftirliti sem komið yrði á fót samhliða eftirliti á forvirkum rannsóknarheimildum, trúverðugt og virkt kerfi sem fylgdist með því að þessar heimildir yrðu ekki misnotaðar."
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira