Innlent

Kærumálum eftir bankahrun fjölgar um 126 prósent

Embætti ríkislögreglustjóra.
Embætti ríkislögreglustjóra.

Kærðum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra eftir efnahagshrun hefur fjölgað um 126 prósent. Um er að ræða mál frá ársbyrjun 2008 til 2009. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009.

Kærð mál til efnahagsbrotadeildar á árinu 2007 voru 59, á árinu 2008 voru þau 90. Á árinu 2009 voru þau 133.

Þá segir í skýrslunni að krafa um aðhald í ríkisfjármálum hefur valdið því að ekki var hægt að bregðast við þörfum deildarinnar.

Afleiðing þessa er að mál hafa safnast upp í nokkrum mæli. Á árinu 2009 voru gefnar út fleiri ákærur en nokkurn tíma áður í sögu deildarinnar, eða 47.

Alls unnu lögreglumenn ríkislögreglustjóra 696 ársverk á árinu 2009 sem er fækkun á ársverkum frá árinu áður, en þá voru þau 724. Ársverkum fækkaði sem sé um 4% og hafa þau ekki verið svona fá í yfir 10 ár.

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×