Innlent

Ánægð með hrausta Sjálfstæðismenn

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með heilsuátakið.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægð með heilsuátakið.

„Er ekki almenn heilsuvakning í samfélaginu," segir Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins um heilsuátak starfsfólks Valhallar. Starfsmenn flokksins hafa verið fitumældir og mun sigurvegari heilsuátaksins fá vegleg verðlaun.

Ólöf segir átakið vera bundið við skrifstofuna en aðrir Sjálfstæðismenn hugsi náttúrlega hver fyrir sig um heilsuna. „Ég er bara í mínu almenna heilsuátaki, eins og aðrir hugsa ég. Við vorum reyndar í átaki á Alþingi að hjóla í vinnuna en ég gat því miður lítið tekið þátt í því."

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði á Vísi í dag að heilsuátakið hefði staðið yfir lengi: „Við byrjuðum í janúar og fórum öll í líkamsmælingu. Við ætluðum að mæla okkur reglulega og útnefna sigurvega í hverjum mánuði. Og svo er í bígerð að halda uppskeruhátíð þar sem vinningur er í boði fyrir þá sem ná bestum árangri."

Ólöf segist ánægð með framtak starfsfólks Valhallar. „Það er bara allt gott um þetta að segja. Sumarið er tíminn og maður á að hreyfa sig."




Tengdar fréttir

Heilsuátak í Valhöll - starfsmenn fitumældir

„Við viljum gera góða heilsu betri," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur stendur fyrir heilsuátaki starfsfólks Valhallar þar sem utanlandsferð er í verðlaun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×