Innlent

Heilsuátak í Valhöll - starfsmenn fitumældir

SB skrifar
Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hugsar vel um heilsuna og lítur hraustlega út.
Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hugsar vel um heilsuna og lítur hraustlega út.

„Við viljum gera góða heilsu betri," segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur stendur fyrir heilsuátaki starfsfólks Valhallar þar sem utanlandsferð er í verðlaun.

„Átakið hefur staðið nokkuð lengi. Við byrjuðum í janúar og fórum öll í líkamsmælingu. Við ætluðum að mæla okkur reglulega og útnefna sigurvega í hverjum mánuði. Og svo er í bígerð að halda uppskeruhátíð þar sem vinningur er í boði fyrir þá sem ná bestum árangri."

Spurður hvort verðlaunin í keppninni væru utanlandsferð sagðist Jónmundur ekki geta neitað því en hann vildi ekki gefa upp hvert flogið yrði með heilsusamlegustu Sjálfstæðismennina.

Sjálfur hugsar Jónmundur vel um heilsuna og er án vafa framarlega í keppni í Valhallarstarfsfólksins. Jónmundur segir fast starfslið Valhallar vera um tólf manns og vel sé hugsað um heilsuna.

Spurður hvort annir vegna landsfundarins á dögunum hafi ekki orðið til þess að kílóin hafi fokið af starfsfólki segir Jónmundur: „Árangurinn í keppninni snýst ekki um þyngdartap heldur allsherjarheilsuátak en vissulega hafa verkefni vetrarins, prófkjör og landsfundur tekið á og það er kannski rétt að einhver kíló hafi fokið."













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×