Skapar fordæmi til að sækja núverandi ráðherra til saka 2. október 2010 12:23 Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni. Landsdómur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni.
Landsdómur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira