Ný framboð skapa óvissu 29. maí 2010 08:00 Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira