Sérstakur saksóknari hefur nú tæp áttatíu mál til rannsóknar og hefur þeim fjölgað mjög á þessu ári. „Síðan er slatti af kærum sem við vitum af á leiðinni frá Fjármálaeftirlitinu og víðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson.
Búið er að taka skýrslur af á þriðja hundrað manns frá því að embættið var sett á laggirnar.
Í Fréttablaðinu í dag er farið yfir það sem á daga sérstaks saksóknara hefur drifið á árinu sem nú er senn á enda.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má eiga von á að nokkrum smærri rannsóknum embættisins ljúki með útgáfu ákæra mjög fljótlega eftir áramót.
- sh /