Innlent

Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp

Úr safni.
Úr safni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um klukkan eitt vegna slyssins. Björgunarsveitir fara akandi og á vélsleðum á staðinn, alls um 80 manns.

Einnig fóru undanfarar úr björgunarsveitum í Reykjavík á staðinn með þyrlu Gæslunnar.




Tengdar fréttir

Tveir féllu í sprungu í Langjökli

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna slyss á Langjökli. Tveir einstaklingar féllu í sprungu en tilkynning um slysið barst rétt fyrir klukkan eitt í dag. Ekki fengust upplýsingar um hvort fólkið sé mikið slasað. Björgunarsveitarmenn fara með þyrlu Gæslunnar á jökulinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×