Rannsaka þurfi allt söluferlið á HS orku 18. maí 2010 04:45 Þingflokkur vg Flokkurinn ítrekar þá stefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar.Fréttablaðið/pjetur Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. Þingflokkurinn beinir því til ríkisstjórnarinnar að skoða alla möguleika til að vinda ofan af einkavæðingu HS Orku og tryggja orkuauðlindirnar og orkufyrirtækin varanlega í almannaeign. Þá telur þingflokkurinn fulla þörf á að rannsaka allt ferlið í kringum söluna á HS orku. Í yfirlýsingunni er sagt að aðdraganda kaupa Magma Energy á hlut Geysis Green Energy megi rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar árið 2007 um sölu á 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Opinberum aðilum hafi verið meinað að bjóða í þann hlut. Þingflokkur Vinstri grænna telur óviðunandi að HS orka, þriðja stærsta orkufyrir-tæki landsins, fari undir yfirráð erlends einkafyrirtækis, eins og segir í yfirlýsingunni. Þá er minnt á að allir flokkar á Alþingi, aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn, studdu stjórnarskrárbreytingu fyrir síðustu Alþingiskosningar þess efnis að allar auðlindir yrðu þjóðareign. Þingflokkurinn væntir því víðtæks stuðnings við þessa stefnu og nauðsynlegar aðgerðir til þess að framfylgja henni og er sannfærður um víðtækan stuðning þjóðarinnar í því efni. - kh Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ítrekar, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, þá grundvallarstefnu sína að allar auðlindir þjóðarinnar eigi að vera sameign hennar. Þingflokkurinn beinir því til ríkisstjórnarinnar að skoða alla möguleika til að vinda ofan af einkavæðingu HS Orku og tryggja orkuauðlindirnar og orkufyrirtækin varanlega í almannaeign. Þá telur þingflokkurinn fulla þörf á að rannsaka allt ferlið í kringum söluna á HS orku. Í yfirlýsingunni er sagt að aðdraganda kaupa Magma Energy á hlut Geysis Green Energy megi rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar árið 2007 um sölu á 15,2 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Opinberum aðilum hafi verið meinað að bjóða í þann hlut. Þingflokkur Vinstri grænna telur óviðunandi að HS orka, þriðja stærsta orkufyrir-tæki landsins, fari undir yfirráð erlends einkafyrirtækis, eins og segir í yfirlýsingunni. Þá er minnt á að allir flokkar á Alþingi, aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn, studdu stjórnarskrárbreytingu fyrir síðustu Alþingiskosningar þess efnis að allar auðlindir yrðu þjóðareign. Þingflokkurinn væntir því víðtæks stuðnings við þessa stefnu og nauðsynlegar aðgerðir til þess að framfylgja henni og er sannfærður um víðtækan stuðning þjóðarinnar í því efni. - kh
Fréttir Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira