Nýir möguleikar með Landeyjahöfn Kristján L. Möller skrifar 20. júlí 2010 06:00 Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hafnarmannvirkið nýja í Landeyjum er með stærstu samgönguframkvæmdum síðustu árin. Landeyjahöfn mun líka hafa víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Fyrir utan að stórbæta daglegar samgöngur milli lands og Eyja opnar hún nýja möguleika í atvinnu- og félagslífi. Hugmyndin um hafnargerð við suðurströnd landsins var við fyrstu sýn næsta óráðleg. Sjólag, sandrif, sandburður um fjöruna og síbreytilegt Markarfljótið virtust óyfirstíganlegar hindranir. En vísindamenn Siglingastofnunar, sem höfðu forgöngu um rannsóknir, sýndu fram á að þetta var gerlegt og þeir nutu einnig reynslu sjómanna. Hugvit og verkþekkingÉg vil draga sérstaklega fram þátt verktakanna. Aðalverktakinn var Suðurverk sem sá um grjótnám, gerð brimvarnargarða, hafnargerðina sjálfa og vegagerð. Aðrir verktakar, SÁ verklausnir, Stál og suða og Björgun, unnu snaggaralega að öðrum þáttum svo sem byggingu þjónustuhúss, landgangs, dýpkun og lóðarfrágangi. Starfsmenn verktakanna hafa skilað góðu verki og geta verið stoltir. Landeyjahöfn er sannkallað mannvirki. Þar má í hnotskurn sjá hvernig hugvit, verkþekking og útsjónarsemi mannsins tvinnast saman í því virki sem grjótið úr Seljalandsheiði er orðið að. Landeyjahöfn er líka þrekvirki. Óblítt veðurfar á köflum, krefjandi aðstæður í fjörunni og nú síðast eldgos í Eyjafjallajökli hafa ekki auðveldað verkið. Samt sem áður hefur verkáætlun staðist og það sem meira er, kostnaðaráætlun hefur einnig staðist. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur nú reglulegar siglingar á nýrri leið, þjóðveginum milli lands og Eyja. Fjölgun ferða Herjólfs gjörbreytir ferðamynstri og flutningamöguleikum. Einnig opnast nýir samskipta- og samstarfsmöguleikar milli íbúa á Suðurlandi og Vestmannaeyinga sem ég er sannfærður um að munu nýtast. Þar ræður hugmyndauðgin mestu. Nýtum möguleikannÉg vil að lokum hvetja landsmenn til að gera sér ferð að Landeyjahöfn og til Eyja og njóta fjölbreyttrar náttúru og skemmtilegs mannlífs. Ég vil á sama hátt hvetja Vestmannaeyinga til að gera sér ótt og títt ferð upp á land. Um leið getum við dáðst að því hugviti og verkþekkingu sem höfnin er skýrt vitni um. Ég vil að lokum óska Íslendingum öllum til hamingju með þetta mikla mannvirki sem tekið verður í notkun í dag klukkan 16.30.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar