Íslenski boltinn

Þorvaldur: Hefðum aldrei átt að tapa þessum leik

Valur Smári Heimisson skrifar

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki upplitsdjarfur eftir tapið í Eyjum í dag og afar stuttur í spuna.

„Við vorum einfaldlega ekki að ná að skapa nógu mikið af opnum færum í leiknum, fengum ekki að spila okkar bolta eins og við erum vanir," sagði Þorvaldur.

„Fyrri hálfleikur einkenndist af því að ÍBV var að kýla boltann mikið fram og við einfaldlega náðum ekki að nýta okkur plássið sem skapaðist þá á milli varnar og miðju, en loksins þegar við erum að ná tökum á leiknum þá fáum við á okkur mark en þetta var leikur sem við hefðum aldrei átt að tapa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×