Innlent

Sjófugli fækkar við Ísland

Sjófuglar
Sjófuglar Mynd: Ævar Petersen
Sjófuglinum stuttnefju hefur fækkað um 44 prósent hér við land frá miðjum níunda áratugnum. Fýl og langvíu hefur á sama tíma fækkað um 30 prósent, álku um 18 prósent og ritu um 16 prósent.

Íslenskir sjófuglastofnar eru um fjórðungur allra sjófugla í Norður-Atlantshafi og hafa því ótvírætt vægi á alþjóðlegum mælikvarða.

Arnþór Garðarsson, prófessor emeritus, flytur á morgun erindið „Íslenskir bjargfuglastofnar" þar sem hann fer yfir hvernig stofnar fimm algengra íslenskra sjófuglaregunda hafa breyst á síðustu tveimur áratugum, bæði hvað varðar stofnstærð og landfræðilega dreifingu.

Breytingarnar eru misjafnar milli staða og tegunda. Þannig hefur álku fækkað mikið á Hornströndum en fjölgað í Grímsey. Ritu fækkar víða og nemur fækkunin á Suðausturlandi 80 prósentum.

Um þessar mundir er að ljúka yfirlitskönnun á íslenskum bjargfuglastofnum. Verkefnið var unnið af Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Hafrannsóknastofnuninni með styrkjum frá

Arnþór flytur erindi sitt í fundarsal Hafrannsóknarstofunar að Skúlagötu 4 á morgun klukkan 12.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×