Útilokar ekki frekari uppsagnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. ágúst 2010 11:51 Staða Orkuveitu Reykjavíkur er krítísk. Mynd/ Róbert. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Aðspurður segir hann að verið sé að velta við hverjum steini í rekstrinum og það sé von á talsverðum hækkunum á gjaldskrám. „Mér finnst það þá eðlileg krafa að það sé þá reynt að spara eins og kostur er í rekstrinum á móti," segir Haraldur Flosi. Því miður verði þá að gera ráð fyrir einhverjum uppsögnum starfsfólks. Hjörleifi Kvaran forstjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í gær. Haraldur segir að nú standi fyrir dyrum að hanna skothelt ráðningarferli áður en framtíðarforstjóri fyrirtækisins verði ráðinn. „Það er meiningin að gera þetta vel og eins og dæmin sanna þá er það ekki endilega auðvelt. Það er líka meiningin að gera starfslýsinguna þannig að hún þjóni fyrirtækinu rétt," segir Haraldur Flosi. Um ástæður uppsagnarinnar segir Haraldur Flosi að það hafi verið mat þeirra sem að henni stóðu að það væri æskilegt að fá nýjan verkstjóra að rekstri fyrirtækisins. Hann segir að staða fyrirtækisins sé krítísk og það þurfi að bregðast við því. Hins vegar eigi að halda uppsögn Hjörleifs aðskildu frá þeirri úttekt sem nú sé verið að gera á rekstri fyrirtækisins. „Við ætlum ekkert að gera Hjörleif Kvaran að blóraböggli sem rót alls vanda sem við er að etja. Það er langt því frá," segir Haraldur Flosi. Ástæða fyrir ástandi fyrirtækisins séu flóknari en það. Orkuveita Reykjavíkur veitir íbúum í mörgum nágrannasveitarfélögum heitt vatn og Haraldur Flosi segir að víðar en í Reykjavík megi búast við gjaldskrárhækkunum. Sumsstaðar sé OR skuldbundin til þess að hafa verðlag eins og í Reykjavík. Í öðrum tilvikum verði farið yfir það hvaða forsendur eru í samningum. Haraldur Flosi býst við því að í lok þessa mánaðar muni liggja fyrir hvaða breytingar verði gerðar á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur. Tengdar fréttir Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11 Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35 Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavikur, útilokar ekki frekari uppsagnir starfsfólks hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Aðspurður segir hann að verið sé að velta við hverjum steini í rekstrinum og það sé von á talsverðum hækkunum á gjaldskrám. „Mér finnst það þá eðlileg krafa að það sé þá reynt að spara eins og kostur er í rekstrinum á móti," segir Haraldur Flosi. Því miður verði þá að gera ráð fyrir einhverjum uppsögnum starfsfólks. Hjörleifi Kvaran forstjóra fyrirtækisins var sagt upp störfum í gær. Haraldur segir að nú standi fyrir dyrum að hanna skothelt ráðningarferli áður en framtíðarforstjóri fyrirtækisins verði ráðinn. „Það er meiningin að gera þetta vel og eins og dæmin sanna þá er það ekki endilega auðvelt. Það er líka meiningin að gera starfslýsinguna þannig að hún þjóni fyrirtækinu rétt," segir Haraldur Flosi. Um ástæður uppsagnarinnar segir Haraldur Flosi að það hafi verið mat þeirra sem að henni stóðu að það væri æskilegt að fá nýjan verkstjóra að rekstri fyrirtækisins. Hann segir að staða fyrirtækisins sé krítísk og það þurfi að bregðast við því. Hins vegar eigi að halda uppsögn Hjörleifs aðskildu frá þeirri úttekt sem nú sé verið að gera á rekstri fyrirtækisins. „Við ætlum ekkert að gera Hjörleif Kvaran að blóraböggli sem rót alls vanda sem við er að etja. Það er langt því frá," segir Haraldur Flosi. Ástæða fyrir ástandi fyrirtækisins séu flóknari en það. Orkuveita Reykjavíkur veitir íbúum í mörgum nágrannasveitarfélögum heitt vatn og Haraldur Flosi segir að víðar en í Reykjavík megi búast við gjaldskrárhækkunum. Sumsstaðar sé OR skuldbundin til þess að hafa verðlag eins og í Reykjavík. Í öðrum tilvikum verði farið yfir það hvaða forsendur eru í samningum. Haraldur Flosi býst við því að í lok þessa mánaðar muni liggja fyrir hvaða breytingar verði gerðar á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11 Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35 Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Hjörleifur Kvaran víkur sennilega sem forstjóri Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur lagði til á stjórnarfundi, sem hófst klukkan sjö í kvöld, að Hjörleifur Kvaran viki sem forstjóri Orkuveitunnar. 17. ágúst 2010 20:11
Nýr forstjóri OR ráðinn - starfslokakjör Hjörleifs trúnaðarmál Dr. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarformanni OR, Haraldi Flosa Tryggvasyni. 17. ágúst 2010 22:35
Forstjóra Orkuveitunnar sagt upp Tillaga stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að Hjörleifi Kvaran verði vikið frá störfum sem forstjóri OR var samþykkt í kvöld. Þetta kom fram í seinni fréttum RÚV í kvöld. 17. ágúst 2010 22:00