Innlent

Bankarnir vilja ekki upplýsa um afslátt

Enginn stóru bankanna þriggja vill gefa upp hvaða afslátt þeir fengu frá gömlu bönkunum á gengistryggðum - og verðtryggðum lánum eftir bankahrunið. Þjóðin á kröfu á að vita hver afslátturinn var, segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Hann segir að tölurnar sýni að svigrúm Íslandsbanka til leiðréttinga er langmest.

Nú hafa allir stóru bankarnir þrír sent fréttastofu upplýsingar um hvað þeir fengu mikinn afslátt af lánasöfnum gömlu bankanna. Misjafnt er þó - hvaða afsláttartölu þeir velja að gefa upp. Allir fengu þó sömu spurningar, spurt var hver: meðalafslátturinn á safni erlendra fasteignalána annars vegar og hins vegar innlendra fasteignalána var til einstaklinga við færslu úr gömlu bönkunum.

Eins og áður hefur komið fram kveðst Landsbankinn hafa fengið 34 prósenta afslátt af öllum lánum til einstaklinga - en inni í því er þá yfirdráttur, skammtímalán, og bæði erlend og innlend íbúðalán.

Íslandsbanki gefur aðeins upp heildarafsláttinn sem hann fékk á öllum lánum bankans til bæði fólks og fyrirtækja. Sá afsláttur var 47% samkvæmt bankanum. Bankinn tekur þó fram að íbúðalánasafnið hafi fengist með töluvert minni afslætti. Hversu miklu minni - neitar bankinn að gefa upp.

Og nú hafa líka borist svör frá Arionbanka sem segir að meðalsafsláttur af bæði erlendum og innlendum íbúðalánum hafi verið 25%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×