Minningarathöfn verður haldin í Póllandi í dag um 96 manns sem fórust í flugslysinu í Rússlandi um síðustu helgi.
Útför Lechs Kazcynski forseta og Maríu eiginkonu hans verður væntanlega gerð á morgun, þó að tafir á flugi vegna ösku frá Íslandi verði líklega til þess að ekki geti nærri allir þeir þjóðarleiðtogar, sem boðað höfðu komu sína, mætt.
Fjölskylda forsetans leggur mikla áherslu á að útförinni verði ekki frestað. Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Barack Obama Bandaríkjaforseti, Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari.- gb