Áætla 768 milljónir í snjóframleiðslutæki 15. september 2010 05:30 Bláfjöll Vegna snjóleysis hefur suma vetur aðeins verið opið í fimm daga á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Mikið fjör var í fyrstu opnun ársins 2010 í Bláfjöllum. Það var 1. mars.Fréttablaðið/Stefán „Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Skíðaíþróttin er ein besta fjölskylduíþrótt sem völ er á,“ segir stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem vill að aðildarsveitarfélögin verji samtals 768 milljónum í snjóframleiðslutæki í Bláfjöll og Skálafelli. Í erindi stjórnar Skíðavæðanna frá því í júní til sveitarfélaganna tólf sem aðild eiga að skíðasvæðunum kemur fram að unnin hafi verið kostnaðaráætlun sem miðist við að hægt sé að koma snjóframleiðslutækjunum upp í fjórum áföngum. Fyrsti áfangi myndi kosta 263 milljónir króna og fela í sér tæki í Kóngsgili og í byrjendabrekku í Bláfjöllum. Annar áfangi yrði í Skálafelli og kostaði 273 milljónir. Þriðji áfanginn fæli í sér tæki á suðursvæði Bláfjalla þar sem kostnaður yrði 150 milljónir króna. Lokaáfanginn, á 82 milljónir, yrði í Eldborg í Bláfjöllum. Diljá Ámundadóttir frá Besta flokknum er fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Skíðasvæðanna og nýr formaður stjórnarinnar. Þegar leitað var eftir upplýsingum frá Diljá í gær sagðist hún „að sjálfsögðu“ hafa skoðun á málinu en að hún vildi „síður vilja ræða“ það fyrr en að loknum sínum fyrsta stjórnarfundi eftir helgi. Stjórn Skíðasvæðanna leggur í erindi sínu áherslu á sveiflur í rekstrinum á síðustu tíu árum. „Suma vetur hefur verið opið í 120 til 130 daga samtals en aðra aðeins fimm daga,“ segir í bréfi stjórnarinnar sem bendir á að frá því að snjóframleiðsla hófst á skíðasvæði Akureyrar fyrir sex árum hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Auk þess sem opnunartími skíðasvæðanna myndi aukast til muna er bent á að nýting fastafjármuna yrði betri og reksturinn stöðugri með snjóframleiðslunni. „Raunsætt er að opna svæðið á tímabilinu 1. til 15. desember ár hvert. Möguleiki er að hafa opið um jólahátíðarnar en á þeim tíma koma margir í fjöllin. Þau hlákutímabil sem koma alltaf á hverju ári munu hafa minni áhrif á opnun og að lokum er tryggt að eiga alltaf nægan snjó um páska,“ segir stjórnin í bréfinu. Því er beint til sveitarfélaganna að framkvæmdir hefjist sem fyrst. „Eitt vinsælasta fjölskyldusport landsins er í húfi,“ segir stjórnin. Eftir því sem næst verður komist hefur ekkert sveitarfélaganna tólf afgreitt erindi Skíðasvæðanna. Málið hefur til dæmis verið tekið fyrir í bæjarráði Kópavogs sem ítrekaði fyrri afstöðu um að meiri upplýsingar vanti um uppbygginguna áður en unnt sé að taka afstöðu til málsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira