Innlent

Saksóknari segist ekki hafa rætt við forseta landsdóms

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis í máli gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigríður Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis í máli gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Saksóknari Alþingis fékk frumvarp Alþingis um breytingar á lögum um landsdóm ekki til umsagnar og átti engin samskipti við forseta landsdóms vegna frumvarpsins. Þetta segir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis.

Alþingi hyggst ákæra Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi eins og kunnugt er. Geir hefur gagnrýnt málsmeðferð harðlega. Meðal annars aðkomu saksóknara að breytingum á lögum um landsdóm. 

Sigríður Friðjónsdóttir segir að settur skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu hafi hringt í sig 4 nóvember síðastliðinn til að ræða eitt ákvæði frumvarpsins sem hafi reynst vera þriðja grein þess. „Vegna aðstæðna gat ég ekki rætt þetta í síma og úr varð að viðkomandi sendi tölvupóst sem ég svaraði s.d. Í þeim tölvupóstsamskiptum koma fram vangaveltur okkar um túlkun þessa eina ákvæðis. Frumvarpið í heild sinni sá ég ekki fyrr en það var komið inn á vef Alþingis," segir Sigríður Friðjónsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×