Lárus Welding harmar að starfsmönnum hafi verið stefnt 7. apríl 2010 13:30 Lárus Welding þegar hann starfaði sem bankastjóri Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lárusi en skilanefnd Glitnis hefur stefnt Pálma, Lárusi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni auk þriggja starfsmanna bankans. Glitnir vill sex milljarða í skaðabætur fyrir ákvarðanir sem leiddu til gjaldþrots bankans. Í tilkynningunni segist Lárus ekki telja að stefnan sé byggð á haldbærum rökum. Þá harmar hann að starfsmenn bankans, það er að segja Magnús A. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri, Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs bankans, hafi verið dregin ómaklega inn í málaferlin sem hann telji að verði bæði tímafrek og dýr. Starfsmennirnir voru sendir í leyfi þegar þeim var stefnt. Að lokum segist Lárus ekki tjá sig frekar um málið á opinberum vettvangi. Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segir viðskipti sem stunduð voru gagnvart Pálma Haraldssyni og félagi hans FS38 ehf, hafa verið unnin af fullum heilindum og samkvæmt reglum bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lárusi en skilanefnd Glitnis hefur stefnt Pálma, Lárusi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni auk þriggja starfsmanna bankans. Glitnir vill sex milljarða í skaðabætur fyrir ákvarðanir sem leiddu til gjaldþrots bankans. Í tilkynningunni segist Lárus ekki telja að stefnan sé byggð á haldbærum rökum. Þá harmar hann að starfsmenn bankans, það er að segja Magnús A. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri, Guðný Sigurðardóttir, fyrrverandi starfsmaður lánasviðs bankans, hafi verið dregin ómaklega inn í málaferlin sem hann telji að verði bæði tímafrek og dýr. Starfsmennirnir voru sendir í leyfi þegar þeim var stefnt. Að lokum segist Lárus ekki tjá sig frekar um málið á opinberum vettvangi.
Stefna Glitnis Tengdar fréttir Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8. apríl 2010 14:32
Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7. apríl 2010 18:42
Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7. apríl 2010 18:51
Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7. apríl 2010 09:28
Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7. apríl 2010 20:00
Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7. apríl 2010 12:00
Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8. apríl 2010 10:03