Stefna Glitnis

Fréttamynd

Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar

Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar

Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans

Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar.

Viðskipti innlent