Innlent

Kafarar og hundar notaðir við leitina

Karolis Kievisas
Karolis Kievisas
Maðurinn sem lögreglan og björgunarsveitir leita nú að víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu heitir Karolis Kievisas og er 28 ára gamall. Um 70 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni að manninum sem hvarf sporlaust í nótt. Notast er við báta og fjórhjól í leitinni auk þess sem gengið er eftir strandlínum með leitarhunda og kafarar leita við bryggjur.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fer leitin fram á ákveðnum svæðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Leitin hófst í morgun í Fossvoginum þar sem maðurinn var til heimilis. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók til skamms tíma þátt í leitinni en hún var af tilviljun við æfingar í morgun.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Karolis, sem er til heimilis að Kvistlandi 15 í Reykjavík, er um 175 - 180 sm á hæð. Hann er grannvaxinn, skolhærður. Að talið er vera klæddur í gráan jakka, ljósar snjáðar gallabuxur og svörtum og hvítum strigaskóm. Síðast sást til Karolis kl 06.30 í morgun.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Karolis eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1104.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×