Innlent

Leitað að manni í Fossvoginum

SB skrifar
Björgunarsveitir taka þátt í leitinni að manninum.
Björgunarsveitir taka þátt í leitinni að manninum.

Lögreglan, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar, leita nú að manni sem hvarf frá heimili sínu í Fossvoginum seint í nótt. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en hefur búið og starfað á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni er maðurinn um 180 sentímetrar á hæð. Hann er grannvaxinn og var klæddur í gráan Puma jakka og ljósar gallabuxur síðast þegar til hans sást. Maðurinn er ljóshærður og var klæddur í strigaskó.

Leitin fer fram í nágrenni við heimili hans en þegar maðurinn skilaði sér ekki heim urðu ættingjar hans óttaslegnir og fóru fram á að leit yrði hafin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×