Innlent

Fyrsta skipið til Seyðisfjarðar

Í Seyðisfjarðarhöfn Athena lagði að bryggju í gær með 500 farþega.
mynd/alla
Í Seyðisfjarðarhöfn Athena lagði að bryggju í gær með 500 farþega. mynd/alla

Fyrsta skemmtiferða­skip sumarsins lagðist að bryggju við Strandarbakka hér á Seyðisfirði í gær. Með skipinu eru rúmlega 500 farþegar.

Gestirnir fóru fyrst í Skálanes, menningar- og náttúrusetur sem stendur út við mynni Seyðis­fjarðar. Þá var Borgarfjörður eystri sóttur heim þar sem farið var í gönguferðir um bæinn með leiðsögn.

Sumir völdu að fara ekki í skipulegar ferðir og gengu þess í stað um bæinn og náttúruna. - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×