Það hefur verið talsvert öskufall síðustu daga yfir Vík í Mýrdal. Ljósmyndarinn Steini B. sendi Vísi þessar myndir frá Mýrdalnum en myndirnar tók hann fyrr í kvöld.
Það er búið að rofa til yfir jöklinum og risastórir skýjabólstrar sjást nú yfir gosstaðnum. Fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmanneyjum, Gísli Óskarsson, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann hefði séð eldglæringar í reyknum sem stígur upp með dramatískum hætti.
Sjónarspilið er allnokkurt enda er veður með besta móti. Skyggnið er gott en þó er smá skýjaslæða neðst á jöklinum þannig það sést ekki vel til gosstöðvanna sjálfra.