Innlent

Vilja hleypa ferðamönnum að gosinu

Gosið er rétt fyrir ofan Morinsheiði. Gljúfrið vinstr megin er Hrunárgil. Þar rennur hraun niður. Hægra megin við gosið er Hvannárgil en hraun lekur ekki þangað niður. Mynd/Ólafur Sigurjónsson í Forsæti. Vedur.is
Gosið er rétt fyrir ofan Morinsheiði. Gljúfrið vinstr megin er Hrunárgil. Þar rennur hraun niður. Hægra megin við gosið er Hvannárgil en hraun lekur ekki þangað niður. Mynd/Ólafur Sigurjónsson í Forsæti. Vedur.is

„Það gengur vel, núna erum við að skoða aðgengi ferðmanna að svæðinu og hvernig má gera það betra," segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, en stefnt er að því að hleypa ferðamönnum nálægt gosinu til þess að skoða það. Ef öryggið verður tryggt þá er það mögulegt að sögn Víðis.

Slæmt veður er búið að vera á Suðurlandi í nótt og morgun. Því hefur ekki sést til eldstöðvarinnar. Vinna almannavarna gengur vel að sögn Víðis en nú er fylgst grannt með gosinu. Næsta á dagskrá er að halda fund hjá vísindamannaráði almannavarna en sá fundur hefst klukkan ellefu. Þar verður rætt um stöðu mála og næstu skref.

Að sögn Víðis heldur gosið áfram af sama kappi og í gær.

Hér fyrir neðan má svo sjá tilkynningu frá almannavörnum vegna ferðamanna sem vilja sjá gosið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×