Innlent

Segir ríkisstjórnina óstarfhæfa

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ætli stjórnvöld sér að grípa inn í kaup Magma Energy á HS orku getur það bakað ríkinu skaðabótaskyldu. Það setur einnig slæmt fordæmi sem komið getur í veg fyrir fjárfestingar erlendra aðila hér á landi, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.„Mér finnst eins og menn séu búnir að missa sjónar á því sem verið er að ræða," segir Ragnheiður. „Við þurfum bæði innlent og erlent fjármagn, og stjórnvöld geta ekki leyft sér að breyta reglunum afturvirkt."Hún bendir á að í þessum málum sé farið eftir nýlegum lögum, sem sett hafi verið árið 2008. Ef deiluefnið sé hvort leigja eigi auðlindina til 65 ára megi ræða það, en svo virðist sem deilan snúist í raun um hvort nýta eigi þessa auðlind eða ekki. Þegar sé búið að tryggja opinbert eignarhald á auðlindinni.

„Ég get tekið undir með Guðfríði Lilju [Grétarsdóttur, þingflokksformanni Vinstri grænna]. Ríkisstjórn sem ekki getur tekið á þessu máli er óstarfhæf," segir Ragnheiður.Spurð hvort boða eigi til kosninga segir hún að stjórnmálaflokkum sem sæti eigi á Alþingi beri skylda til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. „Við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn, það hefur sýnt sig í hverju málinu á fætur öðru," segir Ragnheiður. - bjAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.