Innlent

Hækka skatta hátekjufólks

Jose Luis Zapatero á þingi ESB.
Jose Luis Zapatero á þingi ESB.

Ríkisstjórn Spánar vill hækka hátekjuskatt í viðleitni til að ná tökum á fjárlagahallanum.

Jose Luis Zapatero forsætisráðherra segir flesta Spánverja ætlast til þess að hinir efnameiri leggi nú meira af mörkum en aðrir landsmenn. Hann vill ekki segja hve mikil skattahækkunin verður en segir að millistéttinni verði hlíft.

Seglin verða dregin saman í ríkisfjármálum, laun ríkisstarfsmanna verða lækkuð og eftirlaun fryst.- pg





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×