Innlent

Málum fjölgaði um 126 prósent

Efnahagsbrotadeild embættisins hefur ekki haft undan.
Efnahagsbrotadeild embættisins hefur ekki haft undan.
Kærðum málum til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað um 126 prósent á liðnum tveimur árum. Um er að ræða tímabilið frá því fór að halla undan fæti í efnahagslífinu frá ársbyrjun 2008 til 2009. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009.

Kærð mál til efnahagsbrotadeildar á árinu 2007 voru 59, á árinu 2008 voru þau 90. Á árinu 2009 voru þau 133.

Þá segir í skýrslunni að krafa um aðhald í ríkisfjármálum hafi valdið því að ekki var hægt að bregðast við þörfum deildarinnar.

Afleiðing þessa er að mál hafa safnast upp í nokkrum mæli. Á árinu 2009 voru gefnar út fleiri ákærur en nokkurn tíma áður í sögu deildarinnar, eða 47.

Verkefni efnahagsbrotadeildar leiða mörg hver af hruni bankakerfisins með einum eða öðrum hætti. Má þar nefna stóraukinn fjölda alvarlegri skattsvikamála, brot gegn gjaldeyrishöftum sem leiddu af bankahruninu og mikinn fjölda skilasvikamála vegna undanskots eigna við gjaldþrot. Hluti þessara mála, eins og þau sem snerta gjaldeyrishöftin, eru bein afleiðing af hruninu.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×