Vill strangt eftirlit með forvirkum rannsóknum 18. ágúst 2010 04:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir „Ég hafna ekki hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eftirlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir." Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, um hugmyndir Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglu. Þórunn undirstrikar að mjög varlega verði að stíga til jarðar þegar um slíkar ráðstafanir sé að ræða. „Við jafnaðarmenn höfum ætíð viljað standa vörð um mannréttindi fólks þegar heimildir lögreglu eru annars vegar," segir hún og hrósar jafnframt dómsmála- og mannréttindaráðherra fyrir að setja jafn mikilvæg mál og þetta í almenna umræðu áður en réttarfarsnefnd hafi fengið málið til skoðunar. „Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir því að í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi telur lögregla sig vanta betri tæki og víðtækari heimildir til að vinna gegn henni. Það eru mikilvæg rök af hálfu lögreglu. En þetta verður örugglega skoðað mjög vandlega af hálfu ráðuneytis og Alþingis." Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi hins vegar frá sér hörð mótmæli í gær vegna hugmynda ráðherrans um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um saknæmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næfurþunnan ís," segir meðal annars í yfirlýsingunni.- jss Fréttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
„Ég hafna ekki hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, en geld engu að síður varhug við þeim. Ef af verður er mikilvægt að strangt og gott eftirlit verði með þeim sem hafa slíkar heimildir." Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, um hugmyndir Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglu. Þórunn undirstrikar að mjög varlega verði að stíga til jarðar þegar um slíkar ráðstafanir sé að ræða. „Við jafnaðarmenn höfum ætíð viljað standa vörð um mannréttindi fólks þegar heimildir lögreglu eru annars vegar," segir hún og hrósar jafnframt dómsmála- og mannréttindaráðherra fyrir að setja jafn mikilvæg mál og þetta í almenna umræðu áður en réttarfarsnefnd hafi fengið málið til skoðunar. „Ég geri mér hins vegar vel grein fyrir því að í baráttu við skipulagða glæpastarfsemi telur lögregla sig vanta betri tæki og víðtækari heimildir til að vinna gegn henni. Það eru mikilvæg rök af hálfu lögreglu. En þetta verður örugglega skoðað mjög vandlega af hálfu ráðuneytis og Alþingis." Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu sendi hins vegar frá sér hörð mótmæli í gær vegna hugmynda ráðherrans um auknar rannsóknarheimildir lögreglu. „Með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um saknæmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næfurþunnan ís," segir meðal annars í yfirlýsingunni.- jss
Fréttir Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira