Íslenski boltinn

Hafþór farinn til Grindavíkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Grindavík festi í gær kaup á kantmanninum Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni sem hefur leikið með Val undanfarin ár.

Hafþór Ægir, 23 ára,  kom til Vals frá ÍA en fann sig aldrei almennilega hjá félaginu. Hann var síðan lánaður til Þróttar í fyrra.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Grindvíkingar séu að fá enn frekari liðsstyrk og von sé á 23 ára miðju- og sóknarmanni. Sá heitir Gjorgi Manevski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×