Tveir skemmtibátar lentu í vandræðum á Faxaflóa í gær. Eldur kviknaði í öðrum, en skipverjum tókst að slökkva hann. Eftir það var hann ógangfær.
Vélin bilaði í hinum og drógu nálægir bátar báða bátana inn i Snarfarahöfnina í Reykjavík.
Gott veður var á þessum slóðum í gær og gekk heimferðin vel.