Innlent

Ræða samræmdar reglur um náttúruauðlindir

Til greina kemur að samræma reglur um nýtingu orku-, vatns og sjávarauðlinda þannig að nýtingarréttur verði bundinn við ákveðinn árafjölda. Starfshópur á vegum sjávarútvegsráðherra vinnur nú að skýrslu þessa efnis en deilt er um tímalengd nýtingarréttarins.

Starfshópurinn tók til starfa á síðasta ári en honum er gert að skilgreina helstu álitaefni er varða endurskoðun á lögum um fiskveiðistjórn.

Starfshópinn skipa fulltrúar stjórnmálaflokkanna og hagmunaðila en hópurinn á að skili skýrslu í lok þessa mánaðar.

Meðal þess sem nú er rætt um er að samræma reglur um nýtingu orku, vatns og sjávarauðlinda. Talað er um auðlindaleiðina í því samhengi en sú leið snýr að fyrirkomulagi um leigu á auðlindum í eigu ríkisins.

Þannig er nýtingarréttur á orkuauðlindum nú bundinn við 65 ár en ekkert tímaþak er á nýtingarrétti hvað sjávarauðlindir varðar. Þessar reglur vilja menn nú samræma.

Fréttastofa setti sig samband við nokkra sem eiga sæti í starfshópnum en þeir ítrekuðu allir að málið væri á viðkvæmu stigi og ekkert lægi fyrir. Enn er til dæmis deilt um tímalengd nýttingarréttar en talað er um 20 til 40 ár í því samhengi.

Guðbjartur Hannesson, formaður starfshópsins, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri búið að falla frá fyrningarleiðinni þó þessar hugmyndir væru nú til umræðu. Hann ítrekaði líkt og aðrir að málið væri á umræðustigi og að ekki sé búið að ákveða neitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×