Innlent

Ríkisráð kemur saman

Frá fundi ríkisráðs í október 2009.
Frá fundi ríkisráðs í október 2009. Mynd/Valgarður Gíslason
Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan tólf. Fundir ríkisráðs eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, um mitt ár og á gamlársdag, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti.

Fyrir liggur að gerðar verða breytingar á ríkisstjórninni. Næsta víst er að Ögmundur Jónasson er á leið í ráðherrastól fyrir Vinstri græna og líkur á að við það hætti Álfheiður Ingadóttir sem ráðherra. Þá er ljóst að Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir hætta. Oddný Harðardóttir og Guðbjartur Hannesson hafa verið nefnd sem líklegir nýir ráðherrar fyrir Samfylkinguna.


Tengdar fréttir

Samfylkingin boðar til fundar

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð til fundar klukkan tíu á morgun á Hótel Loftleiðum til að ræða fyrirhugaða uppstokkun í ríkisstjórninni. Stefnt er að ráðherraskiptum á morgun áður en Alþingi verður sett eftir hádegi.

Nýir ráðherrar taka væntanlega við keflinu á morgun

Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taka væntanlega við embættum sínum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið. Ekki þarf að kalla saman flokksráð Samfylkingarinnar til að samþykkja nýja ráðherraskipan.

Formaður SI vill að Kristján Möller sitji áfram sem ráðherra

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, telur ástæðu til að óttast að uppstokkun í ríkisstjórn geti heft framgang samgönguframkvæmda hverfi núverandi samgönguráðherra, Kristján Möller, úr stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þingflokkarnir funda

Þingflokksfundir hafa verið boðaðir hjá stjórnarflokkunum í tengslum við uppstokkun í ríkisstjórninni. Þingmenn VG hittast klukkan níu og Samfylkingarmenn klukkutíma síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×