Innlent

Formaður SI vill að Kristján Möller sitji áfram sem ráðherra

Helgi Magnússon
Helgi Magnússon

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, telur ástæðu til að óttast að uppstokkun í ríkisstjórn geti heft framgang samgönguframkvæmda hverfi núverandi samgönguráðherra, Kristján Möller, úr stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þar segir einnig að Helgi telji að Kristján hafi sýnt framkvæmdum mikinn áhuga og hætt sé við að stór verkefni sem séu við það að komast í gang með lánsfé frá lífeyrissjóðunum tefjist.

„Aðilar vinnumarkaðarins hafa hvatt mjög til aukinna framkvæmda. Við teljum að nú sé rétti tíminn til að leggja áherslu á samgönguframkvæmdir" segir Helgi.

Helgi telur hættu á að þessi mál tefjist frekar en orðið er þar sem óljóst er hvernig nýr ráðherra muni taka á málum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×