Innlent

Nýir ráðherrar taka væntanlega við keflinu á morgun

Ögmundur Jónasson tekur væntanlega við ráðherraembætti að nýju á morgun.
Ögmundur Jónasson tekur væntanlega við ráðherraembætti að nýju á morgun.

Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taka væntanlega við embættum sínum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið. Ekki þarf að kalla saman flokksráð Samfylkingarinnar til að samþykkja nýja ráðherraskipan.

Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til vinnufundar í morgun, Vinstri grænir klukkan níu og Samfylkingin klukkan tíu. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að fundinum sé aðallega ætlað að fara yfir þau mál sem rædd verða á Alþingi í september samkvæmt starfsáætlun þingsins, eins og ríkisfjármál og frumvarp um fiskveiðistjórnun.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var ekki væntanleg á fundinn fyrr en um hádegi og þá með tíðindi af breytingum á ríkisstjórninni.

Næsta víst er að Ögmundur Jónasson sé á leið í ráðherrastól fyrir Vinstri græna og líkur á að við það hætti Álfheiður Ingadóttir sem ráðherra. Ríkisráðsfundur verður að öllum líkindum á Bessastöðum um tíu leytið í fyrramálið og nýir ráðherrar teknir við þegar þing kemur saman klukkan hálf tvö á morgun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×