Innlent

Þingflokkarnir funda

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Þingflokksfundir hafa verið boðaðir hjá stjórnarflokkunum í tengslum við uppstokkun í ríkisstjórninni. Þingmenn VG hittast klukkan níu og Samfylkingarmenn klukkutíma síðar.

Jóhanna Sigurðardóttir fundaði með ráðherraliði sínu og nánustu samstarfsmönnum langt fram á kvöld í gær, en ekkert var gefið út að þeim fundarhöldum loknum.

Óstaðfestar fregnir af mannabreytingunum eru afar misvísandi eftir fjölmiðlum, nema hvað allir slá því föstu að fagráðherrarnir tveir, þau Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra láti af störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×