Innlent

Samfylkingin boðar til fundar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi í maí 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi í maí 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur verið boðuð til fundar klukkan tíu á morgun á Hótel Loftleiðum til að ræða fyrirhugaða uppstokkun í ríkisstjórninni. Stefnt er að ráðherraskiptum á morgun áður en Alþingi verður sett eftir hádegi.

Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í dag og er allt eins líklegt að þingflokkur VG fundi á nýjan leik í kvöld. Þingmenn Samfylkingarinnar koma saman í fyrrmálið.

Flokksstjórn Samfylkingarinnar hefur milli landsfunda æðsta vald í öllum málefnum flokksins, þar á meðal er stjórninni ætlað að staðfesta ráðherralista flokksins. Ekki liggur fyrir hvor flokksráð VG verði kallað saman vegna fyrirhugaðra breytinga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×