Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi 29. apríl 2010 14:00 Eineltið getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Athugið að myndin er úr safni. „Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira