Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi 29. apríl 2010 14:00 Eineltið getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Athugið að myndin er úr safni. „Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira