Ekki stendur til að mismuna fólkinu 30. mars 2010 05:00 Stella K. víðisdóttir Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hittu fulltrúa Fjölskylduhjálpar Íslands að máli í gær og fóru yfir mannréttindastefnu borgarinnar. Sérstaklega var rætt um að mismuna ekki fólki á grundvelli þjóðernis, í ljósi frétta um að Íslendingar nutu forgangs í síðustu matarúthlutun hjálparinnar. „Ásgerður útskýrði mál sitt og það stendur ekki til að beita svona vinnubrögðum, að mismuna fólki,“ segir Stella Víðisdóttir, sem er sviðsstjóri velferðarsviðs. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir ekkert nema gott um fundinn að segja: „Þau eru samstarfsfús og munu vonandi gera þetta á réttan hátt hér eftir.“ Eins og fram hefur komið í viðtali við framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar hér í blaðinu nutu Íslendingar forgangs þegar matvælum var dreift til nauðstaddra á miðvikudag. Framkvæmdastjórinn, Ásgerður Jóna Flosadóttir, sagði þá að hún hefði tekið „alla Íslendingana fram fyrir“ og beðið útlendinga að bíða. Matthías Imsland, stjórnarformaður Fjölskylduhjálparinnar, var spurður hvort endurskoða þyrfti verklag Fjölskylduhjálparinnar. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér viðtalið við Ásgerði og telur um einhvern misskilning milli hennar og blaðamanns að ræða. „Menn spá ekkert í þjóðerni hjá Fjölskylduhjálpinni,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann Mæðrastyrksnefndar, en Hjálparstarf kirkjunnar hefur reglur sem banna mismunun á grundvelli þjóðernis. - kóþ Jórunn Frímannsdóttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hittu fulltrúa Fjölskylduhjálpar Íslands að máli í gær og fóru yfir mannréttindastefnu borgarinnar. Sérstaklega var rætt um að mismuna ekki fólki á grundvelli þjóðernis, í ljósi frétta um að Íslendingar nutu forgangs í síðustu matarúthlutun hjálparinnar. „Ásgerður útskýrði mál sitt og það stendur ekki til að beita svona vinnubrögðum, að mismuna fólki,“ segir Stella Víðisdóttir, sem er sviðsstjóri velferðarsviðs. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segir ekkert nema gott um fundinn að segja: „Þau eru samstarfsfús og munu vonandi gera þetta á réttan hátt hér eftir.“ Eins og fram hefur komið í viðtali við framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálparinnar hér í blaðinu nutu Íslendingar forgangs þegar matvælum var dreift til nauðstaddra á miðvikudag. Framkvæmdastjórinn, Ásgerður Jóna Flosadóttir, sagði þá að hún hefði tekið „alla Íslendingana fram fyrir“ og beðið útlendinga að bíða. Matthías Imsland, stjórnarformaður Fjölskylduhjálparinnar, var spurður hvort endurskoða þyrfti verklag Fjölskylduhjálparinnar. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér viðtalið við Ásgerði og telur um einhvern misskilning milli hennar og blaðamanns að ræða. „Menn spá ekkert í þjóðerni hjá Fjölskylduhjálpinni,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann Mæðrastyrksnefndar, en Hjálparstarf kirkjunnar hefur reglur sem banna mismunun á grundvelli þjóðernis. - kóþ Jórunn Frímannsdóttir
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira