Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2010 12:32 Það tók Top Gear töffarana tíu tíma að aka yfir Mýrdalsjökul. Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Leiðangur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear lagði upp frá Sólheimum á Mýrdalsjökul um fimmleytið síðdegis í gær á sex sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Þáttastjórnandinn James May fer fyrir Bretunum en þeir tóku með sér Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til að útskýra fyrir sér jarðvísindin. Undir venjulegum kringumstæðum hefði leiðangurinn yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum ekki átt að taka nema eina til tvær klukkustundir. Færið á jöklinum reyndist hins vegar mjög þungt enda nýsnævi auk þess sem leiðangurinn hreppti kolbrjálað veður, eins og það var orðað. Tók það hópinn um tíu tíma að komast í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi en þar mun hópurinn halda til næstu tvo daga til að kvikmynda sjónarspilið. Óveðrinu hefur nú slotað og nú er þar sól og blíða og bestu aðstæður til myndatöku. Tengdar fréttir Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira
Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Leiðangur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear lagði upp frá Sólheimum á Mýrdalsjökul um fimmleytið síðdegis í gær á sex sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Þáttastjórnandinn James May fer fyrir Bretunum en þeir tóku með sér Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til að útskýra fyrir sér jarðvísindin. Undir venjulegum kringumstæðum hefði leiðangurinn yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum ekki átt að taka nema eina til tvær klukkustundir. Færið á jöklinum reyndist hins vegar mjög þungt enda nýsnævi auk þess sem leiðangurinn hreppti kolbrjálað veður, eins og það var orðað. Tók það hópinn um tíu tíma að komast í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi en þar mun hópurinn halda til næstu tvo daga til að kvikmynda sjónarspilið. Óveðrinu hefur nú slotað og nú er þar sól og blíða og bestu aðstæður til myndatöku.
Tengdar fréttir Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjá meira
Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13
Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45