Top Gear í tíu tíma að komast að eldstöðvunum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2010 12:32 Það tók Top Gear töffarana tíu tíma að aka yfir Mýrdalsjökul. Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Leiðangur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear lagði upp frá Sólheimum á Mýrdalsjökul um fimmleytið síðdegis í gær á sex sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Þáttastjórnandinn James May fer fyrir Bretunum en þeir tóku með sér Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til að útskýra fyrir sér jarðvísindin. Undir venjulegum kringumstæðum hefði leiðangurinn yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum ekki átt að taka nema eina til tvær klukkustundir. Færið á jöklinum reyndist hins vegar mjög þungt enda nýsnævi auk þess sem leiðangurinn hreppti kolbrjálað veður, eins og það var orðað. Tók það hópinn um tíu tíma að komast í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi en þar mun hópurinn halda til næstu tvo daga til að kvikmynda sjónarspilið. Óveðrinu hefur nú slotað og nú er þar sól og blíða og bestu aðstæður til myndatöku. Tengdar fréttir Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Kvikmyndatökulið breska sjónvarpsþáttarins Top Gear frá BBC var tíu klukkustundir í nótt að brjótast yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum í kolbrjáluðu veðri. Þegar þangað var komið í morgunsárið birti til og nú kvikmyndar hópurinn eldgosið í allri sinni dýrð í sól og blíðu í fylgd Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings. Leiðangur breska sjónvarpsþáttarins Top Gear lagði upp frá Sólheimum á Mýrdalsjökul um fimmleytið síðdegis í gær á sex sérútbúnum jeppum frá Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Þáttastjórnandinn James May fer fyrir Bretunum en þeir tóku með sér Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til að útskýra fyrir sér jarðvísindin. Undir venjulegum kringumstæðum hefði leiðangurinn yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum ekki átt að taka nema eina til tvær klukkustundir. Færið á jöklinum reyndist hins vegar mjög þungt enda nýsnævi auk þess sem leiðangurinn hreppti kolbrjálað veður, eins og það var orðað. Tók það hópinn um tíu tíma að komast í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi en þar mun hópurinn halda til næstu tvo daga til að kvikmynda sjónarspilið. Óveðrinu hefur nú slotað og nú er þar sól og blíða og bestu aðstæður til myndatöku.
Tengdar fréttir Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13 Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Kviknaði í dekkjum Top Gear-jeppa á hrauninu Lögreglan á Hvolsvelli er mjög óhress með framferði manna, sem reyndu í gær að aka jeppa ofan á nýja hrauninu. Jarðvísindamaður býst við að þetta geti orðið spaugilegt sjónvarpsefni. Eftir því sem næst verður komist var um ræða leiðangursmenn Top Gear sjónvarpsþáttarins hjá BBC en þeir fóru upp að gosstöðvunum í fyrradag á sex jeppum á vegum Arctic Trucks og tveimur snjóbílum. Sveinn Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, lítur þetta alvarlegum augum og segir að engin leyfi hafi verið gefin fyrir því að aka á hrauninu. Slíkt sé bannað og skipti engu máli hver eigi í hlut. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur varð vitni að því þegar Top Gear-leiðangurinn reyndi að komast upp á hraunið og segir hann það hafa verið spaugilegt. Það hafi gengið ósköp illa, en þeir hafi þó ekki þorað að moka úr barðinu til að komast betur upp á heitt hraunið. Bjóst Magnús Tumi við að þetta yrði skemmtilegt sjónvarpsefni. Samkvæmt Ríkisútvarpinu kviknaði í tveimur dekkjum á jeppanum þegar upp á hraunið var komið og sneru þeir jeppamenn þá við. 8. apríl 2010 12:13
Top Gear-gæjarnir komnir til landsins Nú rétt í þessu sást til tökuliðs breska bílaþáttarins Top Gear á leiðinni að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Mikil leynd er yfir ferð föruneytsins. 6. apríl 2010 14:45