Innlent

Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans

Jón Hákon Halldórsson og Andri Ólafsson skrifar

Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í sumar.

Aðalkrafa Lýsingar í málinu var að lánið yrði uppreiknað miðað við verðtryggingu og verðtryggða vexti samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins, en það er nokkru hærri krafa en felst í tilmælum eftirlitsstofnana til fjármálafyrirtækja.

Varakröfur Lýsingar voru nokkrar; til dæmis að miðað yrði við verðtryggingu og vexti Seðlabankans, óverðtryggða vexti Lýsingar, svokallaða Reibor millibankavexti eða óverðtryggða vexti Seðlabankans.

Krafa lántakans var hins vegar sú að vaxtaskilmálar lánsins héldust óbreyttir.

Líklegt er að dómurinn hafi fordæmisgildi um það hvaða vextir muni gilda á greiðslum annarra gengistryggðra lána.





















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×