Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu - fréttaskýring 29. desember 2010 06:00 Þungur róður Ríkisstjórnin stendur veik eftir hjásetu stjórnarliða á dögunum og yfirlýsingu Lilju Mósesdóttur um að hún íhugi að segja sig úr þingflokki VG. Þingflokksfundur VG í næstu viku er lykilstund fyrir stjórnina. fréttablaðið/vilhelm Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Fréttablaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnarflokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Framsóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarnir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veigamikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórnin nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Framsóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það samræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþolið innan Samfylkingarinnar gagnvart óstöðugleikanum í VG magnast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri viðmælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirrar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram samstarfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu málefni. Þriðji kosturinn væri myndun minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarfinu heldur ráðherrana Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu samhengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri málefni flokksins rædd. Óumflýjanlegt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira