Björk vill breyta álverinu í Helguvík í gróðurhús Valur Grettisson skrifar 9. nóvember 2010 22:13 Björk Guðmundsdóttir vill breyta álverinu í gróðurhús. „Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn. Björk Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn.
Björk Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira