Spænsku blöðin fara hamförum í umfjöllun sinni um klúður Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2010 13:30 Cristiano Ronaldo gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/AFP Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Úr leik, bless meistarar, bless Pellegrini," sagði í fyrirsögn Marca sem er söluhæsta íþróttablaðið á Spáni. „Þetta er það sama ár eftir ár. Þeir hvítu féllu úr leik eftir að hafa mistekist að nýta frábær færi í fyrri hálfleik. Skiptingar Lyon í hálfleik breyttu leiknum, Higuain var enn óheppinn í Evrópu og Kaka komst aldrei í gang," sagði ennfremur í Marca. „Stórslys. Real Madrid gat ekki einu sinni unnið Lyon á Bernabeu," stóð á forsíðu AS sem er annað stórt íþróttablað í Madrid. Blaðamenn AS skrifuðu líka um martröð Real og að Lyon hefði átti skilið að fara áfram. „Fótbolti hefur engan verðmiða," var fyrirsögnin í El Pais og þar var farið ofan í það að Real Madrid eyddi 250 milljónum evra í leikmenn fyrir tímabilið til þess að gulltryggja það að liðið yrði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Bernabeu. El Pais endar grein sína á þessum orðum: „Fótboltatitlar eru ekki keyptir þeir eru unnir." Barcelona-blöðin El Mundo Deportivo og Sport voru bæði með sömu fyrirsögn. „KO" eða „Rotaðir" sem er vísun í hugtakið í hnefaleikum. „Madrid verður ekki í úrslitaleiknum á Bernabeu, verkefni Florentino klikkaði og liðið datt út úr 16 liða úrslitum sjötta árið í röð," sagði í El Mundo Deportivo. „Stóru mistökin" sagði á forsíðu Sport og undir voru myndir af þeim Perez, Pellegrini, Ronaldo og Kaka og hver og einn fékk stutta en grimma umsögn. „Florentino, niðurbrotinn. Búinn að kasta 300 milljónum fyrir borð." „Pellegrini, dauðadæmdur. Bernabeu vill að hann verði rekinn." „Cristiano, niðurlægður. Hann lofaði öllum titlum en hefur þegar tapað tveimur." „Kaka, næsta vandamál. Hann yfirgaf völlinn hraunandi yfir þjálfarann."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira