Innlent

Alvarlegum slysum hefur fækkað í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alvarlegum slysum hefur fækkað á milli ára.
Alvarlegum slysum hefur fækkað á milli ára.
Þeim sem slasast alvarlega í umferðinni hér á landi hefur fækkað fyrstu fjóra mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt slysaskráningu Umferðarstofu.

Alls voru 39 alvarleg slys fyrstu fjóra mánuði ársins í ár og 41 slösuðust í þeim. Á sama tímabili í fyrra urðu 50 alvarleg slys og 54 slösuðust en samkvæmt þessu fækkar þeim sem slasast alvarlega um 24%. Þrír létust á þessu tímabili í ár, en fjórir á síðasta ári.

Slysaskráning Umferðarstofu byggir á skýrslum lögreglu sem fengnar eru úr gagnagrunni ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×